Bólsturverk ?>

Bólsturverk

Ég fékk í gær lánaða tvo borðstofustóla og borðstofuskáp. Ég er svo heppinn að vinnufélagi minn á meira af húsgögnum en hann getur með góðu móti komið fyrir heima hjá sér. Ég fæ því að geyma herlegheitin um óákveðinn tíma.

Annar stólanna var að vísu ekki bólstraður. Það fylgdi hins vegar áklæði með stólnum og ég þrufti bara að skella því á. Ég skellti mér í það verk þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Þó (les því) að ég segi sjálfur frá þá stóð ég mig vel í bólsturverki. Ég er þó ekki frá því að ég sé með smá bólsturverki í fingrunum eftir að hafa þurft að þrýsta teiknibólum inn í harðviðinn.

Skildu eftir svar