Auglýsingavandræði
Skortur á auglýsendum getur sett strik í reikninginn fyrir rekstur sjónvarpsstöðva. Hér í Hollandi hafa sex sjónvarpstöðvar nýverið orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna fjölda auglýsenda. Auglýsendurnir voru að vísu ekki of fáir. Þeir voru of margir. Þessar stöðvar voru sektaðar fyrir að senda úr of mikið að auglýsingum. Í Hollandi er bannað að senda úr meira en tólf mínútur af auglýsingum á hverjum klukkutíma. Mér finnst þessi löggjöf út í hött. Ég skil vel að sjónvarpsstöðvar vilji maka krókinn á…