Browsed by
Month: ágúst 2003

Vín ei meir ?>

Vín ei meir

Eftir tveggja vikna dvöl í menningarborginni Vín, er ég kominn til baka í ómenninguna hér í Amsterdam. Vín er full af gömlu drasli, flúruðum byggingum, menningu og þannig löguðu. Borgin er líklega sú eina sem hefur dómkirkju með þaki sem er flísalagt eins of almenningsklósett. Borgin er einnig heimaborg spænsks reiðskóla. Mikið af hestum er í borginni og ilmurinn úti á götu er víða sterkari en í Árbænum. Það er þó líklega neðanjarðarlestakerfið sem laðar flesta ferðamenn til borgarinnar. Kerfið…

Read More Read More

Hmmm… ?>

Hmmm…

Loksins búinn að senda inn lausnirnar mínar í upplýsingaleitarkeppnina. Skilafresturinn var að vísu framlengdur á ný um tvær vikur. Ég mun þó ekki nýta mér frestinn. Næstu tveimur vikum mun ég eyða í Vín. Það mun ég reyna að læra eitthvað um rök-, mál- og upplýsingafræði.