Vín ei meir
Eftir tveggja vikna dvöl í menningarborginni Vín, er ég kominn til baka í ómenninguna hér í Amsterdam. Vín er full af gömlu drasli, flúruðum byggingum, menningu og þannig löguðu. Borgin er líklega sú eina sem hefur dómkirkju með þaki sem er flísalagt eins of almenningsklósett. Borgin er einnig heimaborg spænsks reiðskóla. Mikið af hestum er í borginni og ilmurinn úti á götu er víða sterkari en í Árbænum. Það er þó líklega neðanjarðarlestakerfið sem laðar flesta ferðamenn til borgarinnar. Kerfið…