Gálgafrestur
Frá því að ég kom frá Danmörku hef ég unnið baki brotnu við að undirbúa þátttöku í margumtalaðri upplýsingaleitarkeppni. Markmiðið var að hafa allt klappað og klárt áður en ég færi til Toronto á morgun. Í byrjun vikunnar var hins vegar tilkynnt að frestur til að skila inn lausnum yrði framlengdur til 15.ágúst. Ég leyfði mér því að slaka aðeins á undir lok vikunnar. Ég hef tvær vikur til að klára lausnirnar eftir að ég kem til baka frá Kanada….