Browsed by
Month: júlí 2003

Gálgafrestur ?>

Gálgafrestur

Frá því að ég kom frá Danmörku hef ég unnið baki brotnu við að undirbúa þátttöku í margumtalaðri upplýsingaleitarkeppni. Markmiðið var að hafa allt klappað og klárt áður en ég færi til Toronto á morgun. Í byrjun vikunnar var hins vegar tilkynnt að frestur til að skila inn lausnum yrði framlengdur til 15.ágúst. Ég leyfði mér því að slaka aðeins á undir lok vikunnar. Ég hef tvær vikur til að klára lausnirnar eftir að ég kem til baka frá Kanada….

Read More Read More

Ömurlegt veður ?>

Ömurlegt veður

Það var ekki hundi út sigandi í dag vegna hita. Verra höfðu þó hundar sem þurftu að eyða deginum fyrir framan tölvuskjáinn, inni á óloftkældri, illa loftræstri skrifstofu. Þetta hundatal minnti mig á tilvitnun í Groucho Marx. Tilvitnunin var eitthvað á þessa leið: "Fyrir utan hundinn er bókin besti vinur mannsins. Innan hundsins er of dimmt til að lesa".

Tívolí ?>

Tívolí

Fór í Tívolí. Þangað hafði ég ekki komið í rúman áratug. Ég prófaði nýja rússíbanann og gamla rússíbanann. Þetta eru nú ekki stærstu rússíbanar í heimi. Mér fannst þeir nú samt afar skemmtilegir. Ég er svo nægjusamur að það þarf ekki mikið umfram tvær víddir til að skemmta mér. Ég prófaði líka gömlu bílana. Það er hægt að snúa stýrinu í marga hringi. Ég fékk samt ekki að snúa neitt. Ferðafélagi minn einokaði stýrið. Ég skemmti mér samt mjög vel.

Lestarstjóri ?>

Lestarstjóri

Um það leyti sem ég var að leita að vinnu í fyrra voru oft auglýst laus störf lestarstjóra. Ég velti því oft fyrir mér hvort ég ætti að sækja um. Ég lét þó aldrei verða af því. Eftir að hafa ekið leikfangalest í talsvert marga hringi í dag þá var ég nokkuð sáttur við að hafa ekki gerst lestarstjóri. Þó svo að lestarleikur sé stórskemmtilegur gæti ég trúað að hann verði heldur einhæfur eftir talsverðan tíma.

Til Köben ?>

Til Köben

Ég vaknaði snemma. Ég rótaði í flugmiðunum mínum til að finna miðann til Kaupmannahafnar. Hann var auðgreindur frá hinum. Þetta var nefnilega eini e-miðinn (afkvæmi emúa og flugmiða). Mér finnast e-miðar alger snilld, pdf-skjal sent í tölvupósti. Ef miðinn týnist þarf ekki annað en að skella sér á netið og prenta út nýjan. Mér brá heldur í brún þegar ég vildi staðfesta það sem mig minnti, að flugvélin færi í loftið 7:50. Það fyrsta sem ég rak augun í á…

Read More Read More

Leitið og þér munuð finna ?>

Leitið og þér munuð finna

Ég er búinn að eyða u.þ.b. 100 klukkutímum síðustu tveggja vikna í að leita. Samt sem áður hef ég ekki fundið sérlega mikið. Ég er búinn að reyna helling af aðferðum við að leita að upplýsingum í XML skjölum. Þrátt fyrir ágætis heimtir hefur fallþunginn ekki verið sérlega góður. Ég get þó huggað mig við það að kerfið okkar virkar betur en það gerði í fyrra. Einnig hef ég það fyrir satt að sá sem stóð sig best í XML…

Read More Read More

Bestu sæti í bænum ?>

Bestu sæti í bænum

Ég hringdi í dag í Ajax til að festa mér sæti sem þeir buðu mér í gær. Í bréfinu stóð að best væri að hringja tímanlega til þess að geta nælt í bestu sætin. Ég hringdi árla dags. Það reyndist satt að ég gat tekið frá bestu sætin. Þar stóð hins vegar hundurinn grafinn í kúnni. Ég gat einungis tekið frá bestu sætin, eða kannski þau næstbestu. Næstbestu sætin hafa hins vegar þann ókost að þau eru helmingi dýrari en…

Read More Read More

Á völlinn ?>

Á völlinn

Ég fékk í dag bréf frá Ajax. Þar var mér tilkynnt að umsókn mín um ársmiða á völlinn hafi verið samþykkt. Nú þarf ég bara hringja í þá og velja mér sæti. Þeir gefa mér einungis frest fram að helgi til að ganga frá málinu. Það finnst mér miður því að ég sótti um miða í samfloti við þýska vinnufélaga mína. Þau eru hins vegar þess stundina að njóta lífsins í fjallakofa í Austurríki. Þau verða ekki komin í menninguna…

Read More Read More