Hollenska er ekkert mál
Þá er ég búinn að læra hollensku. Að einhverju leyti að minnsta kosti. Ég lauk í dag hollenskunámskeiði með því að gangast undir hollenskupróf. Prófið skiptist í þrjá hluta. Fyrst var hlustunaræfing. Við horfðum á myndbönd og svöruðum spurningum um innihald þeirra. Næst lásum við texta og svöruðum spurningum um innihald þeirra. Að lokum þurftum við að skrifa ritgerð. Hlustunin gekk vel. Ég fékk níu í einkunn. Lesturinn gekk ekki eins vel og ég hafði búist við. Ég fékk þó…