Browsed by
Month: júní 2003

Hollenska er ekkert mál ?>

Hollenska er ekkert mál

Þá er ég búinn að læra hollensku. Að einhverju leyti að minnsta kosti. Ég lauk í dag hollenskunámskeiði með því að gangast undir hollenskupróf. Prófið skiptist í þrjá hluta. Fyrst var hlustunaræfing. Við horfðum á myndbönd og svöruðum spurningum um innihald þeirra. Næst lásum við texta og svöruðum spurningum um innihald þeirra. Að lokum þurftum við að skrifa ritgerð. Hlustunin gekk vel. Ég fékk níu í einkunn. Lesturinn gekk ekki eins vel og ég hafði búist við. Ég fékk þó…

Read More Read More

Hæ hó jibbíjei og jibbí og jei, það er kominn 17.júní ?>

Hæ hó jibbíjei og jibbí og jei, það er kominn 17.júní

Ég ákvað að bregða mér bæjarleið til Rotterdam og halda upp á 17.júní í félagsskap Íslendinga í Hollandi. Hátíðarhöldin fóru fram í sundlaugargarði í úthverfi úthverfis Rotterdam. Lagði af stað frá Amsterdam talsvert fyrir hádegi og kom til Rotterdam talsvert eftir hádegi. Ég byrjaði á því að fé mér smá göngutúr um miðbæ borgarinnar. Þó að ég hafi búið í Holland í næstum tvö og hálft ár þá var þetta í fyrsta sinn sem ég sótti Rotterdam heim. Ég fékk…

Read More Read More

Með lögum skal land byggja ?>

Með lögum skal land byggja

Það er afar ánægjulegt til þess að vita að þannig er ástandið í höfuðborg Íslands að lögreglumenn hafa ekki við verðugri verkefni að glíma en að koma í veg fyrir þann alvarlega glæp að verslað sé með matvæli á sunnudegi. Samkvæmt mbl.is gerðist það í gær að "Lögreglan í Reykjavík lokaði matvöruversluninni 10-11 í Lágmúla en búðin var opnuð klukkan 13". Það virðist vera að lögreglan standi sig í stykkinu við að framfylgja lögum sem gilda í landinu. Það er…

Read More Read More

Þetta er nú bara fótbolti ?>

Þetta er nú bara fótbolti

Ég horfði á einn og hálfan fótboltaleik í dag. Þýska sjónvarpsstöðin ARD sýndi beint frá leik Skota og Þjóðverja og frá seinni hálfleik í leik Íslendinga og Færeyinga. Ég horfði á báðar útsendingar. Ég hef hingað til samfagnað Færeyingum þegar vel hefur gengið á fótboltavellinum. Mér var nú samt ekki hlátur í huga að loknum venjulegum leiktíma í leiknum gegn Íslandi. Ég var kominn langt með að skrifa bréf til ríkisstjórnar Íslands þar sem ég krafðist þess að stjórnmálasambandi við…

Read More Read More

Kannksi ekki alltaf gaman að fá bréf ?>

Kannksi ekki alltaf gaman að fá bréf

Ég skrapp í morgunsárið á pósthúsið til þess að sækja ábyrgðarbréfið frá leigusalanum mínum. Innihald bréfsins kom mér ekkert sérlega á óvart. Leigusalinn tilkynnti mér að eins og stæði í leigusamningnum þá hefði hann í byrjun nóvember hug á að taka rýmið til eigin nota. Leigusamningurinn verður því ekki framlengdur umfram septemberlok. Þess má geta að meðleigjandi minn fékk samhljóðandi bréf. Ég hef því núna tæpa fjóra mánuði til að finna mér nýjan samastað. Strax í dag fékk ég fregnir…

Read More Read More

Alltaf gaman að fá bréf ?>

Alltaf gaman að fá bréf

Ég renndi í dag augunum yfir leigusamninginn minn. Mig langaði að rifja upp hvað það var sem ég skrifaði undir. Það stóð meðal annars að leigusamningurinn væri gerður til ellefu mánaða og væri því í gildi til septemberloka 2003. Sé samningnum ekki formlega sagt upp fyrir þann tíma þá framlengist hann sjálfkrafa um óákveðinn tíma. Hyggist leigusali segja upp samningnum verður hann að gera svo með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Uppsögn skal send leigutaka í ábyrgðarpósti. Ástæða þess að ég…

Read More Read More

Legið í leti ?>

Legið í leti

Ég lá í leti í dag. Þrátt fyrir gott veður þá ákvað ég að eyða deginum innan við galopinn glugga. Ég vann heimaverkefni fyrir hollenskunámskeiðið mitt, kíkti á formúluna og gluggaði í bók. Dagurinn var rólegri en síðustu dagar. Síðustu þrír dagar hafa verið einstaklega góðir. Sólin skein í heiði og ég fékk vini í heimsókn. Heimsóknin einkeinndist af góðum félagsskap, góðum mat og góðum drykk. Maturinn var ekki af verri endanum; grænt karrí að hætti Tælendinga, sushi að hætti…

Read More Read More