Browsed by
Month: maí 2003

Kosningavaka ?>

Kosningavaka

Eftir að hafa horft á tvo fréttatíma í hollenskum sjónvarpsstöðvum, slökkti ég á sjónvarpinu og kveikti á tölvunni til þess að horfa á enn einn fréttatímann. Ég hlóð niður beina útsendingu ruv.is. Í framhaldi fréttanna horfði ég með öðru auganu á Gísla Martein og félaga en notaði hitt augað til að gera heimaverkefni fyrir hollenskunámskeið. Þegar kosningavakan byrjaði fékk útsendingin alla mína athygli. Ég hélt út til klukkan hálf fjögur að hollenskum tíma (hálf tvö að íslenskum tíma).

Biðlistamaður ?>

Biðlistamaður

Fyrir nokkrum vikum sendi ég í félagi við tvo vinnufélaga inn umsókn um að kaupa árskort á heimaleiki Ajax fyrir næsta tímabil. Í dag fékk ég bréf frá Ajax þar sem mér var sagt að umsókn mín væri komin í hús og búið væri setja mig á biðlista. Endanlegt svar er væntanlegt um mánaðamót júní og júlí. Ég bíð því um sinn með það að kaupa mér Ajax treyju og trefil.

Jólaklippingin kvödd ?>

Jólaklippingin kvödd

Ég fór í klippingu fyrir jólin. Nú rúmum fjórum mánuðum síðar var hún komin á síðasta snúning, jólaklippingin. Hárið var vel sítt að aftan. Sem og að framan, að ofan og til hliðar. Ég hafði því um tvo kosti að velja. Að láta mér vaxa yfirvararskegg í stíl eða fara í klippingu. Ég ákvað að taka seinni kostinn. Þegar hárgreiðslukonan spurði mig hvernig klippingu ég vildi þá svaraði ég stutt og laggott: stutt og laggott. Nú er ég orðinn stutthærður…

Read More Read More