Neikvæðar niðurstöður
Ég tók að mér að gera um helgina tilraunir með nokkrar nýlegar aðferðir til upplýsingaleitar á þýsku. Ég prófaði ansi margar mismunandi stillingar á tveimur nýlegum módelum. Mér varð ekki kápan úr klæðinu að þessu sinni. Engin þessara tilrauna gaf betri niðurstöðu en það módel sem við höfum notað hvað mest hingað til.
Það má segja að þessar tilraunir hafi verið gagnlegar til þess að sýna fram á að gamla módelið okkar virkar betur fyrir þýsku en þessar nýlegu aðferðir. En það er nú samt skemmtilegra þegar tilraunir gefa betri niðurstöður en fyrri tilraunir. Það er þó ekki öll nótt úti enn því að það getur að ef við blöndum módelunum saman þá gefi sú súpa betri niðurstöður. Það kemur í ljós síðar.