Lestaleikfimi ?>

Lestaleikfimi

Ég vaknaði snemma, pakkaði niður einu sokkapari og hélt af stað niður á lestarstöð. Eftir að hafa skellt í mig einum expresso, stökk ég upp í lest og hélt til Utrecht. Í Utrecht þurfti ég að skipta um lest. Ég hugðist ég taka lest sem var á leiðinni til Ede-Waageningen með viðkomu í Driebergen-Zeist. Ég leit því á upplýsingaskjáinn til að finna út frá hvaða lestarpalli lestin ætti fara. Af upplýsingaskjánum las ég að fljótlegast væri að taka lest sem væri á leið til Nijmegen með viðkomu í Ede-Waageningen. Ég rölti því niður á viðkomandi pall og beið. Í þann mund er lestin renndi sér inn á lestarstöðina, fór ég að hugsa. Það er ekki oft sem ég leyfi mér slíkan lúxus en að þessu sinni held ég að það hafi verið þess virði. Hugsanagangur minn var eitthvað á þessa leið. Uppgötvun 1: Þessi lest er á leiðinni Nijmegen með viðkomu í Ede-Waageningen. Uppgötvun 2: Ég hef ekkert erindi til Ede-Waageningen. Niðurstaða: Ég hef ekkert erindi í þessa lest. Þar skall hurð nærri hælum. Ég rétt slapp við það að álpast upp í vitlausa lest. Ég lagið því leið mína að upplýsingaskjánum og fann lest sem hafði viðkomu í Driebergen-Zeist.

Leit í XML skölum

Fyrri dagur námskeiðsins var nokkuð gagnlegur. Ég lærði um aðferðir sem munu koma að góðum notum við að forrita XML leitarvél. Fyrirlesarar dagsins nálguðust viðfangsefnið á annan hátt en við gerum í LIT grúpunni. Það var afar gagnlegt að fá annað sjónarhorn á málið.

Kvöldið leið eins og venja er á góðum námskeiðum, með góðum kvöldverði og bjórdrykkju í góðum félagsskap.

Skildu eftir svar