Leit haldið áfram
Ég hélt áfram að prófa nýju módelin. Í dag tók ég fyrir hollensku og sænsku. Enn á ný tókst mér að kreista fram betri niðurstöður með nýju módelunum en þeim gömlu, sérstaklega fyrir sænsku.
Á morgun liggur leiðin til Zeist, smábæjar rétt austan við Utrecht. Þar mun ég sitja tveggja daga námskeið um upplýsingaleit í XML skjölum. Þetta ætti að vera gagnlegt námskeið fyrir mig því að viðfangsefnið er nokkurn veginn hið sama og megin viðfangsefni rannókna minna.