Kosningavaka ?>

Kosningavaka

Eftir að hafa horft á tvo fréttatíma í hollenskum sjónvarpsstöðvum, slökkti ég á sjónvarpinu og kveikti á tölvunni til þess að horfa á enn einn fréttatímann. Ég hlóð niður beina útsendingu ruv.is. Í framhaldi fréttanna horfði ég með öðru auganu á Gísla Martein og félaga en notaði hitt augað til að gera heimaverkefni fyrir hollenskunámskeið. Þegar kosningavakan byrjaði fékk útsendingin alla mína athygli. Ég hélt út til klukkan hálf fjögur að hollenskum tíma (hálf tvö að íslenskum tíma).

Skildu eftir svar