Góðir grannar ?>

Góðir grannar

Ég sá í kvöld viðtal við hollensku júróvísjón söngkonuna. Hún sagði að slakt gengi hollenska lagsins mætti skýra með því að Hollendingar ættu fáa granna og þeir grannar hefðu í þokkabót ekki reynst vel. Þáttarstjórnandinn spurði á móti hvers vegna Ísland hafi lent ofar en Holland, jafnvel þótt að Ísland ætti ekki neina granna.

Ég held nú að hvorki Hollendingar né Íslendingar hafi ástæðu til að kvarta undan skorti á góðum grönnum. Íslendingar fengu tólf stig frá Norðmönnum og Hollendingar fengu átta stig frá Belgum.

Skildu eftir svar