Endalok stjórnleysis
Sá merkilegi atburður átti sér stað í dag að ríkisstjórn var mynduð hér í Hollandi. Tvöhundruðogátján dagar eru síðan síðasta ríkisstjórn sagði af sér. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir hápunkta hollenskra stjórnmála síðustu misserin.
- 16.apríl 2002: Ríkisstjórn Wim Kok, purpuralitaða ríkisstjórnin hin seinni, sagði af sér í kjölfar þess að út kom skýrsla þar sem leitt var líkum að því að hollenski herinn hefði getað komið í veg fyrir þjóðarmorð í Srebrenica.
- 6.maí 2002: Pim Foutuyn, einn umdeildasti stjórnmálamaður Hollands, var myrtur.
- 15.maí 2002: Hollendingar gengu að kjörborðinu. Lijst Pim Fortuyn (LPF) fékk góða kosningu.
- 22.júlí 2002: Kristinlegir Demókratar (CDA), Frjálslyndir(VVD) og Listi Pim Fortuyn (LPF) mynduðu ríkisstjórn undir forsæti Jan Peter Balkenende.
- 16.október 2002: Ríkisstjórnin sagði af sér í kjölfar deilna milli ráðherra LPF. Boðað var til nýrra kosninga.
- 22.janúar 2003: Hollendingar gengu að kjörborðinu. Kristinlegir Demókratar urðu stærstir en Verkamannaflokkurinn (PvdA) stækkaði mest. Þessir tveir flokkar hófu stjórnanmyndunarviðræður.
- 11.apríl 2003: Upp úr viðræðum CDA og PvdA slitnaði.
- 27.maí 2003: Ný ríkisstjórn CDA, VVD of Krata (D66) er mynduð undir forsæti Jan Peter Balkenende.