Browsed by
Month: maí 2003

Endalok stjórnleysis ?>

Endalok stjórnleysis

Sá merkilegi atburður átti sér stað í dag að ríkisstjórn var mynduð hér í Hollandi. Tvöhundruðogátján dagar eru síðan síðasta ríkisstjórn sagði af sér. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir hápunkta hollenskra stjórnmála síðustu misserin. 16.apríl 2002: Ríkisstjórn Wim Kok, purpuralitaða ríkisstjórnin hin seinni, sagði af sér í kjölfar þess að út kom skýrsla þar sem leitt var líkum að því að hollenski herinn hefði getað komið í veg fyrir þjóðarmorð í Srebrenica. 6.maí 2002: Pim Foutuyn, einn umdeildasti…

Read More Read More

Góðir grannar ?>

Góðir grannar

Ég sá í kvöld viðtal við hollensku júróvísjón söngkonuna. Hún sagði að slakt gengi hollenska lagsins mætti skýra með því að Hollendingar ættu fáa granna og þeir grannar hefðu í þokkabót ekki reynst vel. Þáttarstjórnandinn spurði á móti hvers vegna Ísland hafi lent ofar en Holland, jafnvel þótt að Ísland ætti ekki neina granna. Ég held nú að hvorki Hollendingar né Íslendingar hafi ástæðu til að kvarta undan skorti á góðum grönnum. Íslendingar fengu tólf stig frá Norðmönnum og Hollendingar…

Read More Read More

UML og formleg rökfræði ?>

UML og formleg rökfræði

Ég tilheyri félagskap sem hefur það að markmiði að búa til skjalasafn sem hægt er að nota til að mæla gæði upplýsingaleitar í XML skjölum. Við höfum til umráða rúmlega tólfþúsund tölvunarfræðigreinar á XML formi. Okkur vantar hins vegar fyrirspurnir og nokkuð tæmandi dóma um hvaða greinar svari upplýsingaþörf hverrar fyrirspurnar. Fyrir lok næstu viku þarf ég að semja tvær fyrirspurnir. Fyrir hvora fyrirspurn þarf ég að láta leitarvélina okkar segja mér hvaða hundrað greinar svari svari best þeirri upplýsingaþörf…

Read More Read More

Kennsla ?>

Kennsla

Ég hélt í dag fyrirlestur um upplýsingaleit í hálf-formuðum gögnum. Kennslan gekk vel. Fyrirfram var ég hræddur um að ég hefði of mikið að segja. Þegar á hólminn var komið reyndist fyrirlesturinn heldur stuttur. Það skipti þó ekki miklu máli því að nemendurnir voru afar áhugasamir og höfðu margar áhugaverðar spurningar. Fyrirlesturinn var í tveimur hlutum. Fyrstu fjörutíuogfimm mínúturnar kynnti ég upplýsingaleit í HTML skjölum. Seinni fjörutíuogfimm mínúturnar notaði ég til að kynna upplýsingaleit í XML skjölum.

Tímafrekja ?>

Tímafrekja

Ég er búinn að eyða síðustu tveimur dögum í að undirbúa fyrirlestur um upplýsingaleit í hálf-formuðum gögnum (e. semi-structured data). Fyrirlesturinn er hluti af byrjenda námskeiði um upplýsingaleit. Að jafnaði er það umsjónarmaður minn sem kennir þetta námskeið. Hann bauð mér hins vegar að taka að mér að sjá um kennslustund þessarar viku. Ég þáði það með þökkum, enda kjörið tækifæri fyrir mig að æfa mig í fyrirlestri. Ég á líka að teljast sérfræðingur á sviði upplýsingaleitar í hálf-formuðum gögnum….

Read More Read More

Seinni hálfleikur ?>

Seinni hálfleikur

Seinni dagur námskeiðsins var ekki eins gagnlegur fyrir mig og hinn fyrri. Fyrirlestrarnir vor samt sem áður áhugaverðir. Ég naut því dagsins vel. Ekki sakaði heldur að mér tókst að koma mér til baka til Amsterdam án þess að vera nærri því að stíga upp ranga lest.

Lestaleikfimi ?>

Lestaleikfimi

Ég vaknaði snemma, pakkaði niður einu sokkapari og hélt af stað niður á lestarstöð. Eftir að hafa skellt í mig einum expresso, stökk ég upp í lest og hélt til Utrecht. Í Utrecht þurfti ég að skipta um lest. Ég hugðist ég taka lest sem var á leiðinni til Ede-Waageningen með viðkomu í Driebergen-Zeist. Ég leit því á upplýsingaskjáinn til að finna út frá hvaða lestarpalli lestin ætti fara. Af upplýsingaskjánum las ég að fljótlegast væri að taka lest sem…

Read More Read More

Leit haldið áfram ?>

Leit haldið áfram

Ég hélt áfram að prófa nýju módelin. Í dag tók ég fyrir hollensku og sænsku. Enn á ný tókst mér að kreista fram betri niðurstöður með nýju módelunum en þeim gömlu, sérstaklega fyrir sænsku. Á morgun liggur leiðin til Zeist, smábæjar rétt austan við Utrecht. Þar mun ég sitja tveggja daga námskeið um upplýsingaleit í XML skjölum. Þetta ætti að vera gagnlegt námskeið fyrir mig því að viðfangsefnið er nokkurn veginn hið sama og megin viðfangsefni rannókna minna.

Jákvæðar niðurstöður ?>

Jákvæðar niðurstöður

Eftir að hafa gefist upp á þýsku, eyddi ég tveimur síðustu dögum í að reyna nýju módelin við upplýsingaleit á spænsku. Í gær og lengi framan af degi í dag varð mér lítið ágengt. Rétt eftir hádegi í dag fann ég hins vegar villu í kóðanum mínum. Eftir að ég leiðrétti villuna fóru hjólin að snúast. Mér tókst að galdra fram betri niðurstöðu með nýju módelunum en með hinum gömlu, bæði fyrir spænsku og þýsku. Áður en að ég fór…

Read More Read More

Neikvæðar niðurstöður ?>

Neikvæðar niðurstöður

Ég tók að mér að gera um helgina tilraunir með nokkrar nýlegar aðferðir til upplýsingaleitar á þýsku. Ég prófaði ansi margar mismunandi stillingar á tveimur nýlegum módelum. Mér varð ekki kápan úr klæðinu að þessu sinni. Engin þessara tilrauna gaf betri niðurstöðu en það módel sem við höfum notað hvað mest hingað til. Það má segja að þessar tilraunir hafi verið gagnlegar til þess að sýna fram á að gamla módelið okkar virkar betur fyrir þýsku en þessar nýlegu aðferðir….

Read More Read More