Endalok stjórnleysis
Sá merkilegi atburður átti sér stað í dag að ríkisstjórn var mynduð hér í Hollandi. Tvöhundruðogátján dagar eru síðan síðasta ríkisstjórn sagði af sér. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir hápunkta hollenskra stjórnmála síðustu misserin. 16.apríl 2002: Ríkisstjórn Wim Kok, purpuralitaða ríkisstjórnin hin seinni, sagði af sér í kjölfar þess að út kom skýrsla þar sem leitt var líkum að því að hollenski herinn hefði getað komið í veg fyrir þjóðarmorð í Srebrenica. 6.maí 2002: Pim Foutuyn, einn umdeildasti…