Veðurfréttir
Heiðskýrt, skyggni ágætt og hiti 12 gráður. Svona mætti lýsa veðrinu inni í herberginu mínu þegar ég skreið út úr svefnpokanum mínum í
morgun. Kyndingin var ekki komin í lag. Í ákvað því að sleppa hinu venjulega morgunkaffi og vefrápi og drífa mig í hlýjuna á skrifstofunni
minni. Ég stal rafmagnshitara vinnufélaga míns og tók með mér heim að vinnudegi loknum. Það er mikill munur að hafa herbergishita í
herberginu mínu.