Veggspjald í Kanada
Ég fékk í dag tölvupóst frá einum umsjónarmanni SIGIR 2003 ráðstefnunnar. Það var tilkynnt að
veggspjald, sem ég og samstarfsmenn mínir sendum inn, hefði verið samþykkt. Spjaldið mun því verða til sýnis á meðan ráðstefnan varir. Þetta
voru afar góðar fréttir fyrir okkur. Þær gerast ekki stærri en þessi, ráðstefnurnar um upplýsingaöflun. Ráðstefnan verður að þessu sinni
haldin í Toronto í Kanada um mánaðamót júlí og ágúst. Til tals hefur
komið að ég fylgi spjaldinu vestur um haf. Ég hef svo sannarlega ekki mikið á móti því. Ég vona bara að HABL (e. SARS) setji ekki strik í reikninginn.
Aprílgabb
Vegna dagbókarfærslu síðastliðins þriðjudags er rétt að taka það fram að hún innihélt bull og vitleyslu í tilefni dagsins. Gabbið var
kannski í augljósara lagi, enda ekki sérlega trúlegt að ég myndi nenna að eyða þriðjudagskvöldi í að horfa á Jennifer Lopez bíómynd.