Óreglumaður ?>

Óreglumaður

 

Það er ekki auðvelt að vera afreksíþróttamaður fastur í líkama tölvunarðar. Undanfarið hefur tíðni skokkferða smám saman fallið úr þremur á
viku niður í einn á viku. Ástæður þess liggja í því að fæturnir á mér, sérstaklega hnén, stóðust ekki svo mikil átök. Heilsuátakið mitt sem
hófst fyrir sex vikum síðan stendur þó enn yfir, þó að umfang þess sé kannski minna en áætlað var í upphafi. Í dag hljóp ég tæpa sex
kílómetra, eða þar til að ég fékk smá verk í hnéð.

Eftir að hafa gefist upp á hlaupum dagsins lagðist ég í óreglu. Nánar tiltekið beygingar á óreglulegum hollenskum sagnorðum.

Skildu eftir svar