Persónulegt maraþon met
Eftir því sem ég best veit þá hef ég í dag sett persónulegt met í maraþonhlaupi. Nánar tiltekið hef ég hlaupið 43 kílómetra á rétt
rúmlega þremur vikum. Til samanburðar má geta þess að heimsmetið í maraþonhlaupi er tvær klukkustundir fimm mínútur og þrjátíuogátta
sekúndur. Þetta er kannski ekki sanngjarn samanburður því að alvöru maraþonhlaup eru ekki nema 42 kílómetrar. Til þess að geta gert
nákvæman samanburð þarf ég að áætla minn tíma ef ég hefði, líkt og flestir maraþonhlauparar, gefist upp eftir aðeins 42 kílómetra.
Persónulegt met mitt í maraþonhlaupi er því nokkurn veginn nákvæmlega rétt rúmlega þrjár vikur mínus nokkrar mínútur. Jafnvel eftir
þessa umreikninga á ég nokkuð í land með að slá heimsmetið. Ég held þó áfram ótrauður.