Linux uppfærður
Ég eyddi páskahelginni í að uppfæra linuxinn á tölvunni minni. Það gekk svona upp og ofan að koma kerfinu í gang. Ég er ekki alveg viss um
að ég hafi farið nákvæmlega eftir bókinni í uppfærslunni. En mér tókst þó á endanum að fá kerfið til að þýðast mér. Núna er ég því kominn
með útgáfu 3.0 af Debian Linux og útgáfu 2.4 af Linux kjarnanum.