Kynding horfin á ný
Í byrjun janúar fór húseigandinn í frí og skrúfað var óvart fyrir kyndinguna. Nú er eigandinn aftur á bak og burt.
Aftur er kyndingin á bak og burt. Þó ekki sé eins kalt núna og var í janúar þá fer hitinn samt niður fyrir frostmark á næturnar. Herbergi
með stóran glugga úr einföldu gleri er fljótt að kólna þegar frost er úti og kyndingar nýtur ekki við.