Kvartað undan skorti á kvörtunum ?>

Kvartað undan skorti á kvörtunum

 

Nefnd á vegum rökfræðideildarinnar fundar árlega með doktorsnemum til að tryggja að allt gangi fyrir sig eins og best verður á kosið.
Nefndin gengur úr skugga um að framgangur rannsókna sé sem skyldi og nemendum gefst tækifæri á að kvarta undan lélegri leiðsögn, táfýlu á
skrifstofunni eða öðru sem plagar þá. Fundur minn með nefdinni var heldur tíðindalítill. Það var helst að nenfdin kvartaði undan því að ég
hafði ekki yfir neinu að kvarta.

Hollenskunámskeið

Ég fór í kvöld í mína fyrstu kennslustund í hollensku. Eftir að hafa búið hér í rúmlega tvö ár er ég orðinn nokkuð vanur hljómfalli
hollenskunar. Ef ég sé hollenskan texta þá get ég léttilega gert mér í hugarlund hvernig textinn myndi hljóma ef hann væri lesinn upphátt. Í
kvöld þurfti ég að lesa upphátt. Í stuttu máli sagt þá hljómaði útkoman alls ekki eins og ég hafði gert mér í hugarlund. Það er nokkuð ljóst
að ég þarf að æfa mig betur í framburði. Það er nú líka tilgangur námskeiðsins. Annars gekk kennslustundin í heild betur en að ég hafði
þorað að vona. Ég var svolítið smeykur við að fara beint á námskeið fyrir lengra komna. Ég skildi mestallt sem fór fram í kennslustundinni.
Þetta ætti því að reddast.

Skildu eftir svar