Kominn á rétta hlaupabraut ?>

Kominn á rétta hlaupabraut

 

Hlaupaprógrammið mitt riðlaðist í síðustu viku (hlaupavikan mín nær frá sunnudegi til laugardags). Ég hljóp einungis tvisvar og ekki nema
átta kílómetra samtals. Ég vona að ég nái að gera betur í þessari viku. Ég byrjaði allavegana ágætlega. Hljóp í dag rúmlega fimm kílómetra.
Ef það hefði ekki verið nóg þá hefði ég getað horft á beinar útsendingar frá tveimur maraþonum í sjónvarpinu, Lundúnamaraþoninu og
Rotterdammaraþoninu. Ég var hins vegar búinn að fá ná nóg af hlaupum og lét þetta gífurlega spennandi sjónvarpsefni fram hjá mér fara.

Sól og sumar

Í dag var sól og blíða í bænum. Hitinn komst um og yfir átján stig. Ég notaði tækifærið og fékk mér göngutúr niður í miðbæ. Þar gerðist sá
fáheyrði atburður að ég skellti mér inni í fataverslun og keypti mér buxur of skyrtu.

Skildu eftir svar