Fyrirlestur
Það var fámennt en góðmennt í setringarhlutagreiningar fyrirlestrinum mínum í dag. Auk mín var mættur annar kennara námskeiðsins og tveir
nemendur. Hinn kennarinn og þrír nemendur voru fjarverandi.
Fyrirlesturinn heppnaðist prýðilega. Ég hef þó á tilfinningunni að ég hafi á köflum gert hlutina aðeins flóknari en nauðsynlegt var. En allt
komst þó til skila fyrir rest. Ég hef tekið miklum framförum í fyrirlestri síðustu mánuði. Það er af sem áður var þegar ég gat vart hóstað
upp orði sökum taugaveiklunar.