Dagur hollenskunnar ?>

Dagur hollenskunnar

 

Ég trassaði hollenskunámið mitt í vikunni. Ég vann ekki heimavinnuna mína. Ég hef því tileinkað helgina því að vinna upp það sem ég hef
misst af. Ég eyddi því mestum hluta dagsins í að lesa námsbækurnar og vinna verkefni.

Ég tók mér af og til frí frá bókalestri, lék mér að sjónvarpsfjarstýringunni og athugaði hvort eitthvað skemmtilegt væri á skjánum. Ég datt
meðal annars inn á íslenska barnamynd sem sýnd var í belgíska ríkissjónvarpinu. Samtöl leikaranna voru á íslensku en þulur lýsti á flæmsku
því sem var að gerast. Það getur verið gott að kíkja á belgískt sjónvarp öðru hvoru. Flæmskan sem Belgar tala er nefnilega ekki eins mikið
hrognmæli og flæmskan sem töluð er í Hollandi. Það má segja að hollenska sé flæmska fyrir fullorðna en belgíska er flæmska fyrir börn.
Barnaefni er oftast á einfaldara máli en annað sjónvarpsefni. Það má því segja að í barnaefni í belgíska sjónvarpinu sé talað á flæmsku
fyrir barnabörn.

Skildu eftir svar