CLEF
Ég fundaði í dag með þeim vinnufélögum mínum sem fást við upplýsingaleit. Þar var fjallað um ýmis mál, s.s. rússnesku, ensku, þýsku,
frönsku, spænsku, ítölsku, hollensku, finnsku og sænsku. Mál málanna var samt sem áður að ákveða í hvaða greinum CLEF upplýsingaleitarkeppninnar við ætlum að taka þátt. Niðurstaðan varð sú
að við stefnum að því að taka þátt í allflestum greinunum. Við munum meðal annars keppa í upplýsingaleit á ofangreindum tungumálum.