Aprílhlaup
Ég hljóp í dag apríl. Fjóra kílómetra í grenjandi rigningu. Þetta heilsuátak mitt er nú orðið tveggja og hálfrar viku gamalt. Það er nokkuð
ljóst að ég stefni hraðbyri á persónulegt met hvað lengd heilsuátaka varðar. Svo lygileg er þessi lengd að ef ég vissi ekki betur myndi ég
halda að þetta væri aprílgabb. Þetta er hins vegar dagsatt, enda myndi mér aldrei detta í hug að skrifa bull og vitleysu í dagbókina mína.
Ekki einu sinni á 1.apríl.
Bjórdrykkja í góðum félagsskap
Eftir kvöldmatinn var ég brottnuminn af geimverum. Þetta voru hinar skemmtilegustu verur. Við eyddum kvöldinu saman í geimskipinu þeirra,
drukkum bjór hvaðan æva að úr geiminum og horfðum á nýjustu Jennifer Lopez myndina. Verurnar skiluðu mér svo til baka rétt fyrir miðnætti.
Þegar heim var komið gat ég farið beint í háttinn án þess að þurfa fyrst að skrifa í dagbókina mína. Ég hafði nefnilega lokið við færlslu
dagsins áður en ég var brottnuminn.