Browsed by
Month: apríl 2003

Drottningardagurinn ?>

Drottningardagurinn

  Í dag er haldið upp á afmæli drottningarinnar hér í Hollandi. Drottningin á að vísu ekki afmæli í dag en það spillir ekki fyrir gleðinni. Fyrst var haldið upp á afmælisdag drottningarinnar 31.ágúst 1891, á afmælisdegi Vilhelmínu drottningar. Júlíana tók við drottningartigninni 1948. Færðist þá drottningardagurinn yfir á afmælisdag hennar, 30.apríl. Beatrix varð handhafi krúnunnar 1980. Beatrix á afmæli 31.janúar. Veðurfar í janúar þykir ekki boðlegt fyrir hátíðarhöld. Beatrix ákvað því að heiðra móður sína með því að halda…

Read More Read More

Helgarfrí ?>

Helgarfrí

  Nú er ég kominn í helgarfrí. Á morgun er drottningardagurinn, afmælisdagur drottningarmóðurinnar. Þá er kátt í höllinni. Það er einnig kátt á götum úti. Á fimmtudaginn er svo frí til að samfagna verkalýðnum. Á föstudaginn er starfsmönnum háskólans skylt að taka sér sumarfrí því það þykir ekki við hæfi að hafa einn stakan vinnudag milli fría. Um helgina er svo helgarfrí. Á mánudaginn er svo frí til að halda upp á það að Holland var frelsað undan valdi Þjóðverja…

Read More Read More

Óreglumaður ?>

Óreglumaður

  Það er ekki auðvelt að vera afreksíþróttamaður fastur í líkama tölvunarðar. Undanfarið hefur tíðni skokkferða smám saman fallið úr þremur á viku niður í einn á viku. Ástæður þess liggja í því að fæturnir á mér, sérstaklega hnén, stóðust ekki svo mikil átök. Heilsuátakið mitt sem hófst fyrir sex vikum síðan stendur þó enn yfir, þó að umfang þess sé kannski minna en áætlað var í upphafi. Í dag hljóp ég tæpa sex kílómetra, eða þar til að ég…

Read More Read More

Dagur hollenskunnar ?>

Dagur hollenskunnar

  Ég trassaði hollenskunámið mitt í vikunni. Ég vann ekki heimavinnuna mína. Ég hef því tileinkað helgina því að vinna upp það sem ég hef misst af. Ég eyddi því mestum hluta dagsins í að lesa námsbækurnar og vinna verkefni. Ég tók mér af og til frí frá bókalestri, lék mér að sjónvarpsfjarstýringunni og athugaði hvort eitthvað skemmtilegt væri á skjánum. Ég datt meðal annars inn á íslenska barnamynd sem sýnd var í belgíska ríkissjónvarpinu. Samtöl leikaranna voru á íslensku…

Read More Read More

Rakarinn sem átti frænda sem missti höfuð sitt í gin fjölleikahúss tígurs ?>

Rakarinn sem átti frænda sem missti höfuð sitt í gin fjölleikahúss tígurs

  Ég fór á pöbbinn til að stunda vikulega bjórdrykkju með nokkrum kunningjum mínum. Þar kom meðal annars til tals hvort ég væri ekki á leiðinni í klippingu. Var mér í sömu andrá líkt við  Raymond Daniel Manzarek og Liam Gallagher. Ég er ekkert viss um að þar sé leiðum að líkjast. Hins vegar virðist hárið á mér vera of mikið fyrir heiminn. Kannski að ég reyni að finna Armenskan rakara og fái hann til að klippa á mér hárið…

Read More Read More

Fyrirlestur ?>

Fyrirlestur

  Það var fámennt en góðmennt í setringarhlutagreiningar fyrirlestrinum mínum í dag. Auk mín var mættur annar kennara námskeiðsins og tveir nemendur. Hinn kennarinn og þrír nemendur voru fjarverandi.  Fyrirlesturinn heppnaðist prýðilega. Ég hef þó á tilfinningunni að ég hafi á köflum gert hlutina aðeins flóknari en nauðsynlegt var. En allt komst þó til skila fyrir rest. Ég hef tekið miklum framförum í fyrirlestri síðustu mánuði. Það er af sem áður var þegar ég gat vart hóstað upp orði sökum…

Read More Read More

Setningarhlutagreining ?>

Setningarhlutagreining

  Á miðvikudaginn á ég að halda fyrirlestrur í námskeiðinu Probablisitic Grammars and Data Oriented Parsing. Fyrirlesturinn á að vera um sjálfvirka setningarhlutagreiningu (e. part of speech tagging). Ég mun fjalla um tvær aðferðir, Memory-Based Learning og Transformation-Based Learning. Ég eyddi deginum í dag í að undirbúa fyrirlesturinn. Megnið af deginum fór í að undirbúa MBL hlutann. TBL bíður morgundagsins. Setningarhlutagreining á íslensku Til þess að geta talist hafa lokið námskeiðinu á sómasamlegan hátt þarf ég skrifa ritgerð. Þar ætla…

Read More Read More

Linux uppfærður ?>

Linux uppfærður

  Ég eyddi páskahelginni í að uppfæra linuxinn á tölvunni minni. Það gekk svona upp og ofan að koma kerfinu í gang. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi farið nákvæmlega eftir bókinni í uppfærslunni. En mér tókst þó á endanum að fá kerfið til að þýðast mér. Núna er ég því kominn með útgáfu 3.0 af Debian Linux og útgáfu 2.4 af Linux kjarnanum.