Drottningardagurinn
Í dag er haldið upp á afmæli drottningarinnar hér í Hollandi. Drottningin á að vísu ekki afmæli í dag en það spillir ekki fyrir gleðinni. Fyrst var haldið upp á afmælisdag drottningarinnar 31.ágúst 1891, á afmælisdegi Vilhelmínu drottningar. Júlíana tók við drottningartigninni 1948. Færðist þá drottningardagurinn yfir á afmælisdag hennar, 30.apríl. Beatrix varð handhafi krúnunnar 1980. Beatrix á afmæli 31.janúar. Veðurfar í janúar þykir ekki boðlegt fyrir hátíðarhöld. Beatrix ákvað því að heiðra móður sína með því að halda…