Óvæntur glaðningur ?>

Óvæntur glaðningur

 

Ég fékk í dag óvæntan glaðning frá hollenska útlendingaeftirlitinu. Ég fékk dvalarleyfi sem heimilar mér að dvelja hér næstu fimm árin. Gildistíminn kom mér á óvart því að ég hafði heyrt að slík leyfi væru aðeins gefin út til eins árs í senn. Lengdina má ég líklega þakka samningnum um hið evrópska efnahassvæði. Á leyfinu er sérstaklega tekið fram að ég sé geementschapsonderdaan, sem samkvæmt orðabók þýðir að ég sé hluti samfélagsins. Hvað sem það þýðir nú í lagalegum skilningi.

Skildu eftir svar