Skotland – Ísland
Ég varð fyrir vonbrigðum með að BBC ákvað að sýna frekar frá landsleik Skota í ruðningi í stað þess að sýna leik Skota og Íslendinga í fótbolta. Ég ákvað því að fara á sjónvarpsstöðva flakk til þess að reyna að finna einhvern annan fótboltaleik. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar þulurinn á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF tilkynnti að brátt yrði skipt yfir til Glasgow þar sem væri að hefjast leikur Skota og Íslendinga. Ég var afar ánægður með þá þýsku að gefa mér færi á að sjá leikinn. Ég var hins vegar ekki eins ánægður með leikinn. Það gengur bara betur næst.
Liechtenstein – England
Ég hafði val um næsta rétt á fótboltamatseðlinum. Annars vegar gat ég horft á Þjóðverja og Litháa á ZDF. Hins vegar Liechtenstein og England á BBC. Ég kaus síðari leikinn því að hann hófst fyrr og honum lauk áður en aðal leikur kvöldsins hófst. Það sem mér fannst áhugaverðast við leikinn var að þjóðsöngvar þjóðanna tveggja hafa sömu laglínu.
Holland – Tékkland
Aðal leikur dagsins var leikur Hollands og Tékklands. Þetta var tvímælalaust skemmtilegasti leikur dagsins. Ég var þó, líkt og Hollendingar, svekktur yfir að appelsínugula liðið náði ekki að sigra.