Browsed by
Month: mars 2003

Heilsuátak ?>

Heilsuátak

  Ég gat ekki hugsað mér að eyða öðrum góðviðrisdegi innan dyra. Ég fór því út að skokka. Þar með hleypti ég af stað nýju heilsuátaki. Í minni orðabók þýðir heilsuátak að hreyfa sig reglulega í um það bil viku, hreyfa sig síðan óreglulega í nokkra mánuði uns ákveðið er að byrja nýtt heilsuátak. 

Gott veður ?>

Gott veður

  Í dag var glampandi sólskin og gott veður. Þess vegna fannst mér tilvalið að eyða öllum deginum utan dyra, fá mér langan hjólatúr út fyrir borgina og njóta sólskinsins. Þar sem ég var hins vegar ekki enn búinn að ná úr mér kvefninu sem ég nældi mér í á Ísland þá ákvað ég að eyða deginum innan dyra, sækja um námsstyrk og eyða svo restinni á netinu. Ég fékk mér þó smá göngutúr út í búð til að kaupa…

Read More Read More

Fyrirlestrar ?>

Fyrirlestrar

  Ég fór á tvo fyrirlestra í dag sem báðir fjölluðu um hvernig hægt væri að gera uppfærslu upplýsingakerfa eins sjáfvirka og kostur er. Fyrirlesararnir tilheyrðu hvor sinni kynslóðinni. Sá fyrri hafði unnið með tölvur í hálfa öld en sá seinni um það bil tveimur of hálfum áratug skemur. Það var fleira en aldurinn sem greindi mennina tvo að. Þeir höfðu mismunandi tillögu um það hvar og hvernig ætti að innleiða sjálfvirkni í uppfærslu upplýsingakerfa. Sá fyrri lagði mesta áherslu…

Read More Read More

Varanlegt bráðabrigða dvalarleyfi ?>

Varanlegt bráðabrigða dvalarleyfi

  Útlendingaeftirlitið er búið að vera síðan um miðjan desember að melta umsókn mína um dvalarleyfi. Í dag var ég kallaður á teppið til að sýna þeim launaseðla, ráðningarsamning og sjúkratryggingu. Eftirlitið rukkaði mig um tuttuguogsex evrur en gaf mér í staðinn nýtt bráðabrigða dvalarleyfi sem gildir í næstu sex mánuði. Ég skil nú ekki alveg af hverju, því að gamla bráðabrigða dvalarleyfið rennur ekki út fyrr en um miðjan maí. En þetta nýja leyfi gefur þeim tíma fram í…

Read More Read More

Aftur í vinnuna ?>

Aftur í vinnuna

    Ég held að fólk hafi almennt verið ánægt að sjá mig þegar ég snéri aftur til vinnu eftir viku frí. Einna ánægðastur var líklega kennari námskeiðsins Automated Reasoning. Hann afhenti mér stafla af heimadæmum til að fara yfir, ánægður með að þurfa ekki að gera það sjálfur. Ég held að nemendur námskeiðsins hafi líka verið ánægðir því að ég gaf næsutm öllum tíu. Það var þó ekki við mig að sakast í þeim efnum. Krakkaskrattarnir gerðu barasta næstum…

Read More Read More