Hlaupagikkur ?>

Hlaupagikkur

 

Ég fór út að skokka eftir vinnu í dag. Ótrúlegt en satt. Ég hef farið þrisvar út að skokka á síðustu fimm dögum. Ég hef hlaupið fjóra kílómetra í hvert sinn. Þetta er tvímælalaust reglulegasta líkamsrækt sem ég hef stundað síðustu ár. Til þess að halda upp á þessi tímamót ætla ég að taka mér frí frá heilsurækt þar til á sunnudaginn. Svo er bara að bíða og sjá hvort mér tekst þá að hrinda af stað næsta áfanga líkamsræktarinnar.

Skildu eftir svar