Fagur fuglasöngur
Það var gaman að vakna í morgun við fagran fuglasöng. Það er einstaklega skemmtilegt að hafa stórt tré fyrir utan gluggann. Þar geta fuglar setið og haldið morguntónleika fyrir mig á meðan ég snæði morgunmat.
Ljótur fuglaskítur
Það var ekki gaman að koma að hjólinu mínu í morgun. Hjólagrindin er beint undir stóra trénu fyrir framan húsið þar sem ég bý. Þó fuglar skemmti mér yfir morgunmatnum þá er mér ekki skemmt yfir morgunmat fugla. Allavegana ekki eftir að fuglarnir hafa gert honum skil og skilað honum á hnakkinn á hjólinu mínu.