Aftur í vinnuna
Ég held að fólk hafi almennt verið ánægt að sjá mig þegar ég snéri aftur til vinnu eftir viku frí. Einna ánægðastur var líklega kennari námskeiðsins Automated Reasoning. Hann afhenti mér stafla af heimadæmum til að fara yfir, ánægður með að þurfa ekki að gera það sjálfur. Ég held að nemendur námskeiðsins hafi líka verið ánægðir því að ég gaf næsutm öllum tíu. Það var þó ekki við mig að sakast í þeim efnum. Krakkaskrattarnir gerðu barasta næstum allt rétt.