Af hundalífi ?>

Af hundalífi

 

Margir íbúar Amsterdam eiga hunda. Eigendurnir eru duglegir við að viðra dýrin. Þeir eru hins vegar ekki eins duglegir við að þrífa upp afturafgöngur dýranna. Það er því eins gott að hafa augun hjá sér þegar gengið er um stræti og ég tala nú ekki um þegar lagst er í sólbað á grasbala. Svo virðist þó sem að nokkrir íbúar við árbakka Amstel hafi fengið sig fullsadda af hundaskít. Það er að segja þeir hafa fengið sig fullsadda af þessu hirðuleysi hundaeigenda. Þeir gripu til þess ráðs að stinga niður litríkri veifu við hvert einasta úrgangsstykki á grasbala nokkrum við ána. Á veifunum stóð: "Gleðjið okkur, hirðið skítinn". Mér fannst þetta stórsniðugt tiltæki og ég vona að það beri árangur.

Skildu eftir svar