Nu moet ik Nederlands leren
Nú er kominn tími á að læra smá hollensku. Ég fór í dag í próf til að ákvarða hversu mikið ég kynni í málinu. Prófið skiptist í fjóra þætti. Fyrsti hlutinn fólst í að fylla í eyður. Þrír valmöguleikar voru gefnir fyrir hverja eyðu. Mér fór þetta verk vel úr hendi. Ég gerði þó eina klaufavillu. Næsti hluti fólst einnig í að fylla í eyður. Nú voru hins vegar engir valmöguleikar gefnir. Ég stóð mig ekki eins vel í…