Stoppaður af löggunni
Leið mín heim úr vinnunni liggur um brú yfir ána Amstel. Þegar ég kom að brúnni var hún upphafin til þess að hleypa skipi niður ána. Ég nennti ekki að bíða eftir að skipið sigldi hjá og ákvað því að hjóla meðfram ánni, upp að næstu brú. Ég hafði ekki hjólað lengi áður en að ég var stoppaður af löggunni. Hún var að sekta fólk fyrir að hjóla ljóslaust. Ég var með ljós að aftan en framljósið mitt er í ólagi. Ég slapp við sekt því að ég var með ljós að aftan. Mér var hins vegar ráðlagt að fara ferða minna gangandi uns ég væri búinn að láta gera við framljósið.