Úr einu í annað ?>

Úr einu í annað

 

Dagurinn í dag var afar ruglingslegur. Ég var allan morguninn djúpt sokkinn í vinnu við veggspjald sem ég þarf að klára á föstudag. Rétt eftir hádegi fékk ég tölvupóst frá nemanda þar sem hann spurði mig út í efni fyrirlestrar sem ég gaf fyrir tæpum tveimur vikum. Ég tók mér því hlé frá veggspjaldinu og reyndi að finna svar við spurningu nemans. Mér tókst ekki að finna svarið áður en að kennslustund í námskeiðinu Probabilistic Grammars and Data Oriented Parsing hófst. Efni kennslustundarinnar fór að talsverðu leyti framhjá mér því að ég gat ekki hætt að hugsa um það hvernig ég ætti að svara nemanum. Að kennslustundinni lokinni hófst ég handa við að skrifa niður svar. Þegar ég var kominn með góða hugmynd að svari þá var ég truflaður. Vinnufélagi minn kom til að spyrja hvar ég væri staddur með veggspjaldið. Ég þurfti því að salta svarið um sinn og snúa mér aftur að veggspjalsvinnunni og skýra fyrir vinnufélaganum hvað ég hafði verið að gera síðustu daga. Við ræddum svo hvernig best væri að skipta verkum svo að við næðum örugglega að klára veggspjaldið á réttum tíma. Að því loknu ætlaði ég að klára svarið til nemandans. Ég var hins vegar búinn að gleyma hvað ég hafði ætlað að segja. Ég þufti því að byrja á smá upprifjun. Mér tókst þó á endanum að berja saman svar og senda nemandanum. Ég endaði vinnudaginn á að halda áfram með veggspjaldið.

Skildu eftir svar