Heppnaður dæmatími
Þar sem að dæmatíminn sem ég átti að kenna í síðustu viku féll niður vegna misskilnings þá var ákveðið að reyna aftur í dag. Ég undirbjó því nýja sýnikennslu í notkun "Model Checker"-a. Sýnikennslan tókst bara þokkalega. Ég var að minsta kosti spurður gáfulegra spurninga svo að ég álykta að einhverjir nemendanna hafi skilið það sem ég var að segja.
Fyrsta greinin komin í prentun…
…eða þar um bil. UvA XML upplýsingaleitarflokkurinn skilaði af sér grein í dag. Greinin ber nafnið "The Importance of Morphological Normalization for XML Retrieval". Ég er búinn að eyða heilmiklum tíma á síðustu vikum í þessa grein. Það er mikill léttir að hún sé tilbúin. Þetta er einnig mikilvægur áfangangi í lífi mínu því að nú get ég bráðum sett á vefinn minn nýja undirsíðu sem mun kallast "Ritaskrá".