Browsed by
Month: janúar 2003

Það var óhemju kalt ?>

Það var óhemju kalt

  Það var óhemju kalt inni í herberginu mínu þegar ég vaknaði í morgun. Það er ekki oft sem það frystir í Amsterdam. Mér finnst ekkert gaman að það gerist á nákvæmlega þeim tíma þegar kyndingin er í ólagi og leigusalinn í fríi. Ég sagði vinnufélögunum frá hrakförum mínum á heimavígstöðvunum. Þá kom á daginn að einn þeirra var með á skrifstofunni sinni lítinn rafmagnsofn sem hann notaði ekki. Ég fékk því ofninn lánaðann og gat komið hitastiginu í herberginu…

Read More Read More

Ég kom heim úr ?>

Ég kom heim úr

  Ég kom heim úr skólanum um kvöldmatarleytið. Hitinn var ekki kominn í lag. Hitastigið í herberginu var rétt fyrir neðan níu gráðurnar. Ég velti því fyrir mér hvað ég gæti gert til að hita upp herbergið. Besta hugmyndin sem ég fékk var að taka óeinangraða stálhraðsuðuketilinn með mér inn í herbergið og sjóða vatn reglulega. Ég náði að með því að koma hitanum rétt upp fyrir tíu gráður. Ég er ekki viss um að hve miklu leyti hitaaukningin er…

Read More Read More

Það var heldur kalt ?>

Það var heldur kalt

  Það var heldur kalt í herberginu mínu þegar ég vaknaði í morgun. Ofninn var ískaldur. Það dugði ekki að hækka upp í ofninum. Miðstöðvarkyndingin var í ólagi. Ég vissi að leigusalinn minn yrði ekki heima í byrjun árs en vissi ekki nákvæmelga hversu langt væri í að hann kæmi. Ég skrifaði honum því bréf og bað hann um að koma kyndingunni í lag við fyrsta tækifæri.

Ég snéri til Amsterdam ?>

Ég snéri til Amsterdam

  Ég snéri til Amsterdam í dag eftir tveggja vikna jólafrí á Íslandi. Borgin tók á móti mér með dæmigerðu Amsterdam veðri, grenjandi rigningu. Við farmiðasjálfsalana á Schiphol voru dópistar að selja lestarmiða til Amsterdam á kostnaðarverði. Ég afþakkað boðið því að sjálfsalarnir selja líka miða á kostnaðarverði. Ég hef ekki enn fundið út hvað þeir græða á þessu.