Nafn e.t.v. fundið ?>

Nafn e.t.v. fundið

 

Ég fékk á föstdaginn hugmynd að nafni á leitarvélina mína. Þökk sé gömlum kunningja, Andrési Önd. Ég er að spá í að gefa vélinni nafnið HEXIA, til heiðurs Hexíu de Trix. Nafnið mun vera skammstöfun á H. E. XML Information Acqusition tool. Ég er ekki búinn að finna út fyrir hvað H-ið og E-ið skal standa. Kannski að ég efni til hugmyndasamkeppni.

Fortíðin gerð upp

Einn aðal kosturinn við þetta nafn er að ég get notað það til að réttlæta hegðun mína í fortíðinni. Á mínum yngri árum eyddi ég miklum tíma í að lesa Andrésar Andar blöð. Mamma hafði stundum áhyggjur að ég læsi of mikið af Andrésarblöðum á kostnað skólabóka. Ég gat þó með ágætum námsárangri sýnt fram á að lesturinn hafði ekki á afgerandi hátt skaðað nám mitt. Núna hef ég tækifæri til að ganga skrefinu lengra og sýna fram á að lestur Andrésarblaða hafi í raun hjálpað mér í námi mínu. Ef ég hefði ekki eytt svona miklum tíma í lestur blaðanna hefði ég aldrei fundið nafn á leitarvélina og líklega gefist upp á doktorsnáminu.

Skildu eftir svar