Ég ætlaði í dag ?>

Ég ætlaði í dag

 

Ég ætlaði í dag að skrifa svaka flotta síðu um rannsóknirnar mínar. Það var hins vegar tvennt sem varð til þess að mér varð ekki ýkja mikið úr verki. Í fyrsta lagi var ég ekki alveg búinn að jafna mig eftir djamm helgarinnar. Í öðru lagi fékk ég þá fáránlegu flugu í höfuðið að fá mér ekki kaffi í dag. Heimurinn verður því að bíða enn um sinn eftir að fá að vita hvað ég er að gera á daginn.

Skildu eftir svar