Ég fór á fyrirlestur
Ég fór á fyrirlestur um upplýsingaöflun (e. Information Retrieval). Fyrirlesarinn var írönsk stelpa sem er í heimsókn hér við deildina þessa stundina. Þetta var um margt áhugaverður fyrirlestur. Það var þó eitt sem mér fannst sérstaklega athyglivert. Það er einn stór ókostur við að stunda uö (e. IR) í Íran. Málið er nefnilega það að TREC ráðstefnan sem haldin er af bandarísku staðlastofnuinni (NIST) er einn helsti vettvangur sem fræðimenn hafa til að bera sín upplýsingaöflunarkerfi við önnur slík kerfi. NIST er bandarísk ríkisstofnun og Íranir eru af bandarískum yfirvöldum álitnir illir. Þess vegna er írönskum menntastofnunum meinað að taka þátt í ráðstefnunni.