Browsed by
Month: janúar 2003

Þvottavél kemur ?>

Þvottavél kemur

  Um miðjan nóvember flutti meðleigjandi minn þvottavélina sína inn í íbúðina. Það var mikill munur að þurfa ekki að fara út úr húsi til að þvo þvott. Húseiandinn var hins vegar ekki eins ánægður með þessa ráðstöfun. Honum fannst þvottavéllin of gömul og hávaðasöm. En í stað þess að banna okkur að nota þvottavél þá ákvað hann að kaupa nýja vél handa okkur. Þvottavél fer Nýja vélin kom í lok nóvember. Samkvæmt samkomulagi áttu mennirnir sem komu með vélina…

Read More Read More

Innlimun Hollands ?>

Innlimun Hollands

  Þegar ég skráði lögheimilið mitt um daginn hér í Amsterdam var ég svo bjartsýnn að halda að það yrði sjálfkrafa afskráð á Íslandi. Það ýtti undir brjartsýni mína að það er eyðublað á Hagstofuvefnum sem heitir "Flutningstilkynning innanlands" en ekki neitt eyðublað sem heitir "Flutningstilkynning utanlands". En nú leið og beið og ekki breyttist skráningin. Ég sendi því Hagstofunni tölvupóst og spurðist fyrir um málið. Svarið kom um hæl. Ég átti að fylla inn eyðublaðið "Flutningstilkynning innanlands" og skrifa…

Read More Read More

Nafn e.t.v. fundið ?>

Nafn e.t.v. fundið

  Ég fékk á föstdaginn hugmynd að nafni á leitarvélina mína. Þökk sé gömlum kunningja, Andrési Önd. Ég er að spá í að gefa vélinni nafnið HEXIA, til heiðurs Hexíu de Trix. Nafnið mun vera skammstöfun á H. E. XML Information Acqusition tool. Ég er ekki búinn að finna út fyrir hvað H-ið og E-ið skal standa. Kannski að ég efni til hugmyndasamkeppni. Fortíðin gerð upp Einn aðal kosturinn við þetta nafn er að ég get notað það til að…

Read More Read More

Nafn óskast ?>

Nafn óskast

  Hluti dokdorsnámsins míns felst í því að búa til leitarvél til að leita að upplýsingum í XML skjölum. Þegar leitarvél er smíðuð er nauðsynlegt að byrja á því að finna nafn á gripinn. Ég er núna búinn að vinna í tæpa þrjá mánuði og ég er ekki enn búinn að hugsa upp sniðugt nafn. Það eina sem mér hefur dottið í hug er að vélin heiti LINA og væri skammstöfun fyrir "LINA Is Not an Abbreviation". Þar sem þetta…

Read More Read More

Það sem hér fer ?>

Það sem hér fer

  Það sem hér fer á eftir er tilraun til stjórnmálaskýringar. Ég verð að viðurkenna að ég fylgist ekki alveg nægilega vel með stjórnmálum hérna til að vera hæfur til að skýra þau. Ég vona að lesendur virði viljann fyrir verkið. Kosningar Fyrir u.þ.b. átta mánuðum síðan voru þingkosningar hér í Hollandi. Þá kusu Hollendingar vitlaust. Allir kusu þann flokk sem enginn vildi sjá á þingi. Eða þar um bil. Lijst Pim Fortuyn (LPF) fékk 26 þingsæti og varð næst…

Read More Read More

Ég fór á fyrirlestur ?>

Ég fór á fyrirlestur

  Ég fór á fyrirlestur um upplýsingaöflun (e. Information Retrieval). Fyrirlesarinn var írönsk stelpa sem er í heimsókn hér við deildina þessa stundina. Þetta var um margt áhugaverður fyrirlestur. Það var þó eitt sem mér fannst sérstaklega athyglivert. Það er einn stór ókostur við að stunda uö (e. IR) í Íran. Málið er nefnilega það að TREC ráðstefnan sem haldin er af bandarísku staðlastofnuinni (NIST) er einn helsti vettvangur sem fræðimenn hafa til að bera sín upplýsingaöflunarkerfi við önnur slík…

Read More Read More

Ég ætlaði í dag ?>

Ég ætlaði í dag

  Ég ætlaði í dag að skrifa svaka flotta síðu um rannsóknirnar mínar. Það var hins vegar tvennt sem varð til þess að mér varð ekki ýkja mikið úr verki. Í fyrsta lagi var ég ekki alveg búinn að jafna mig eftir djamm helgarinnar. Í öðru lagi fékk ég þá fáránlegu flugu í höfuðið að fá mér ekki kaffi í dag. Heimurinn verður því að bíða enn um sinn eftir að fá að vita hvað ég er að gera á…

Read More Read More

Ég komst í dag ?>

Ég komst í dag

  Ég komst í dag nærri því að fá lögheimilið mitt endanlega skráð hér í Hollandi. Ég hef búið hér í landi í rúm tvö ár án þess að hafa tæknilega búið hér. Fyrstu tvö árin hafði ég meira að segja ekki dvalarleyfi. Ég sótti að vísu um að fá leyfið en umsóknin mín hefur líklega týnst og ég nennti ekki að vera að kvarta. Þegar ég byrjaði að vinna fyrir háskólann í nóvember varð ég hins vegar að koma…

Read More Read More

Nú er komin vika ?>

Nú er komin vika

  Nú er komin vika síðan kyndingin heima hjá mér gaf sig. Leigusalinn er ekki kominn heim úr fríinu sínu. Ég neyðist því enn að kynda með litla rafmagnsofninum sem að ég fékk að láni hjá vinnufélaga. Ofninn er búinn að hafa í nógu að snúast enda er búið að vera óvenju kalt í Amsterdam síðustu daga. Um nætur hefur frostið farið niður fyrir tíu gráðurnar. Á daginn hefur hitastigið verið rétt fyrir neðan frostmarkið. Ég vona að leigusalinn fari…

Read More Read More