Ég fór út í
Ég fór út í búð til að kaupa mér buxur, vesti, brók og skó; eða a.m.k. buxur. Mig minnti að ég hafði séð HogM í verslunargötu í nágrenninu. Þegar betur var að gáð þá reyndist það vera vitleysa í mér. Ég ákvað því að fresta buxnakaupum um sinn og halda heim á leið. Áður en heim var komið varð mér á að líta inn um glugga á myndavélabúð. Þar sá ég svolítið sem ég hafði í talsverðan tíma verið að hugsa um að kaupa. Ég sá stafræna njósnamyndavél. Ég skrapp inn í búðina og keypti gripinn. Nú get ég farið að setja myndir á vefinn minn. Fyrsta skammt má sjá með því að smella hér.