Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan ?>

Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan

 

Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan hálfsex í morgun hugsaði ég með mér ,,blaaah". Þetta voru nú ekki sérlega djúpar pælingar en kannski ekki við öðru búast svona snemma morguns. Ég skreið fram úr og bjó mig undir að halda til Leuven í Belgíu til að sitja 3rd Dutch-Belgian Information Retrieval Workshop. Á slaginu sex var ég mættur út á gangstétt og beið þess að vinnufélagi minn kæmi og sótti mig. Klukkan tuttuguogfimm mínútur yfir sex hringdi síminn. Vinnufélaginn sagðist hafa sofið yfir sig en kæmi bráðum. Tuttugumínútur fyrir sjö ók vinnufélaginn í hlað. Við sóttum yfirmann okkar og héldum út yfir landsteinana.

Framkvæmd ráðstefnunnar heppnaðist því miður ekki alveg. Aðal fyrirlesarinn gat ekki mætt á staðinn en sendi þess í stað fyrirlesturinn á myndbandi. Myndbandið reyndist tuttugu mínútum lengra en gert hafði verið ráð fyrir og dagskrá ráðstefnunnar riðlaðist þar með. Vandræði með tölvukerfi ölli síðan frekari töfum. Þrátt fyrir vandræðin var þetta fínasta ráðstefna. Ég fékk ágætis innsýn inn í það sem er að gerast í upplýsingaöflunar rannsóknum hér í niðurlöndum. Fyrirlestrarnir voru þó mis áhugaverðir eins og gengur.

Skildu eftir svar