Lausannebrekka
Lausanne er byggð í brekku.
Göturnar eru svo brattar að það krefst talsverðrar áreynslu að ganga um borgina.
Í Lausanne skrapp ég inn í bílastæðahús.
Ég gekk inn á jarðhæð.
Ég tók svo lyftuna upp á fimmtu hæð.
Þaðan gekk ég upp tröppur sem lágu upp á þak.
Ég gekk svo fram af þakinu.
Mér varð ekkert meint af þeirri framafgöngu
því að líkt og jarðhæðin þá var þakið einnig í götuhæð.
Það er því kannski ekki rétt að segja að ég hafi gengið fram af þakinu,
því að ég gekk eiginlega upp brekkuna sem lá upp frá þakinu.
Það væri svolítið svalt að búa í Lausanne.
Þá gæti ég sagt:
Ég bý á fimmtu jarðhæð til hægri.