Heitt Genfarvatn og kakómalt, takk fyrir ?>

Heitt Genfarvatn og kakómalt, takk fyrir

 

Ég skrapp inn á tehús í Genf
með það fyrir augum að fá mér heitt kakó.
Þó að ég hafi lært frönsku í fjögur ár þá átti ég í smá vandræðum með
að gera mig skiljanlegan.
Afgreiðslukonan kvartaði undan því að ég bæri
heitt kakó ekki rétt fram.
Ég veit nú samt ekki af hverju hún var að kvarta því að
síðar kom í ljós að hún kunni barasta ekki heldur að bera fram
heitt kakó.
Annars vegar bar hún fram bolla af heitri mjólk
og hins vegar pakka af kakódufti.
Ég þurfti svo sjálfur blanda drykkinn.

Þrátt fyrir þennan skrýtna svissnenska framburð
þá bragðaðist kakóið afar vel.

Skildu eftir svar