Browsed by
Month: október 2002

Tveir fyrir einn á klósettið ?>

Tveir fyrir einn á klósettið

  Ég skrapp á klósettið á lestarstöðinni í Saarbruecken. Klósettvörðurinn rukkaði mig samkvæmt gjaldskrá sem hékk á veggnum. Tuttuguogfimm sent fyrir afnot af pissuskál og tíu sent fyrir afnot af vaski. Samtals þrjátíuogfimm sent. Ætli það sé hægt að fá tveir fyrir einn tilboð ef að tveir pissa á sama tíma í sömu skálina?

Heitt Genfarvatn og kakómalt, takk fyrir ?>

Heitt Genfarvatn og kakómalt, takk fyrir

  Ég skrapp inn á tehús í Genf með það fyrir augum að fá mér heitt kakó. Þó að ég hafi lært frönsku í fjögur ár þá átti ég í smá vandræðum með að gera mig skiljanlegan. Afgreiðslukonan kvartaði undan því að ég bæri heitt kakó ekki rétt fram. Ég veit nú samt ekki af hverju hún var að kvarta því að síðar kom í ljós að hún kunni barasta ekki heldur að bera fram heitt kakó. Annars vegar bar…

Read More Read More

Lausannebrekka ?>

Lausannebrekka

  Lausanne er byggð í brekku. Göturnar eru svo brattar að það krefst talsverðrar áreynslu að ganga um borgina. Í Lausanne skrapp ég inn í bílastæðahús. Ég gekk inn á jarðhæð. Ég tók svo lyftuna upp á fimmtu hæð. Þaðan gekk ég upp tröppur sem lágu upp á þak. Ég gekk svo fram af þakinu. Mér varð ekkert meint af þeirri framafgöngu því að líkt og jarðhæðin þá var þakið einnig í götuhæð. Það er því kannski ekki rétt að…

Read More Read More

Þvottahúsið ?>

Þvottahúsið

  Ég skrapp á almenningsþvottahús í Amsterdam til að þvo þvott. Inn kom ungur maður. Mér þótti undarlegt að hann hafði engan þvott meðferðis. Hann gekk að sjálfsalanum og keypti sér bakka af þvottadufti og skellti úr honum í sápuhólf einnar þvottavélarinnar. Hann tók að tína smáhluti upp úr vösunum. Upp komu farsími, lyklar, stuttbuxur o.fl. Ég varð steinhissa. Ég var að verða vitni að athöfn sem ég hélt að væri einungis framkvæmd í bíómyndum. Eftir að hafa tæmt vasa…

Read More Read More