Námsráðgjafinn minn er í ?>

Námsráðgjafinn minn er í

Námsráðgjafinn minn er í leyfi þetta misserið. Mér var því úthlutaður nýr ráðgjafi. Ég átti í dag fund með nýja námsráðgjafanum mínum. Við vorum sammála um að þar sem allt væri í stakasta lagi hjá mér þá hefðum við ekki um neitt að ræða. Við ræddum þó aðeins planið framundan. Ráðgjafanum fannst ég heldur bjartsýnn að áætla að skila inn lokaritgerðinni í lok apríl. Hann sagði það þó vera möguleg en afar strembið. Ég stend þó enn við mitt upprunalega plan. Svo er bara að bíða og sjá hvernig til tekst.

Skildu eftir svar