Mér þykir ekki mjög
Mér þykir ekki mjög skemmtilegt að bíða. Ég þurfti þó að gera heilan helling af því í dag. Ég fór í heimsókn til Kilroy í dag til að kaupa flugmiða til Íslands. Það var mikið að gera svo að ég þurfti að bíða í talsverðan tíma áður en ég fékk afgreiðslu. Sú bið tók þó enda og ég gat bókað og borgað far til Íslands 6.desember. Þegar kom að því að prenta út miðann minn þá kom babb í bátinn. Miðinn vildi ekki prentast út. Ég setti mig því aftur í biðstöðu. Eftir að hafa beðið í um hálftíma var mér sagt að því miður þá væri ekki útséð um hvenær tækst að prenta út miðann. Það yrði hins vegar hringt í mig um leið og hann væri tilbúinn. Seinni part dagsins fékk ég svo símtal þar sem mér var tilkynnt að ég gæti sótt miðann. Ég fór því aftur í heimsókn til Kilroy. Þar fékk ég afhentan miðann eftir að hafa beðið í um hálfa klukkustund eftir afgreiðslu.