Ég og þýskur kunningi
Ég og þýskur kunningi minn ætluðum að skella okkur á fyrirlestrakvöld um gervigreind sem við höfðum séð auglýst niðri í skóla. Viðburðurinn bar nafnið The Future of Learning og Luc Steele, gervigreindarkall, var einn ræðumanna. Þegar á staðinn var komið reyndist viðburðurinn ekki vera það sem við hugðum. Um var að ræða kveðjuhátið fyrir rektor eins háskólans hér í borg. Þar sem við töldum næsta víst að fyrirlesararnir myndu eyða meiri tíma í að kveðja kallinn en í að tala um gervigreind þá ákváðum við að yfirgefa svæðið og skella okkur frekar á bar og fá okkur nokkra bjóra.